_Víkingar kanna Hudsonflóa

_Að Fara Heim – Rannsóknarleiðangur

January 16, 2012 Víkingar kanna Hudsonflóa
Upplýsingar: Jóhann Sigurdson
Fara Heim
Sími: 204-960-2097
tölvupóstur: johann@faraheim.com
Vefsíða: www.faraheim.com


Víkingar kanna Hudsonflóa

Winnipeg – Jan 16,2012 – Víkingar munu halda áfram könnunum á Hudsonflóa árið 2013, þegar afkomendur fyrstu norrænu sæfaranna, sem lentu við strendur Norður-Ameríku fyrir rúmum eittþúsund árum, sigla frá Churchill, Manitóba um Norður-Atlantshafið. Jóhann Straumfjörð Sigurdson og David Collete, en formóðir þeirra var hin víðfræga Guðríður Þorbjarnardóttur, móður Snorra, fyrsta evrópska barnsins sem fæddist í Norður-Ameríku, ætla að sigla frá Kanada til Íslands eftir siglingarleið sem var vel þekkt löngu fyrir fæðingu Kristófers Kólumbusar.

“Við köllum leiðangurinn Fara Heim,” sagði Jóhann Sigurdson. “Við ætlum að kynna okkur viðkomu/dvöl norrænna manna á norðurslóðum milli Hudsonflóa og vesturstrandar Grænlands til þess að rannsaka hversu langt vestur norrænu sæfararnir á Víkingaöld lögðu leið sína.” Leiðangurinn mun nota nýjar aðferðir við gagnasöfnum, sem skaða hvorki sýni né náttúru. Allar upplýsingar og uppfinningar verða stafrænt skráðar og þeim deilt með stjórnvöldum til notkunar við hefðbundnar fornleifarannsókir.

Leiðangurinn mun hafa náið samstarf við íbúa Norður-Kanada og Noðurlöndin þar sem “Fara Heim” er sameiginleg saga þeirra. “Við vinnum nú að því að komast í samband við þessa aðila, eftir því sem við getum, til þess að kynna okkur þekkingu og sögur þeirra. Ótrúlegir hlutir hafa komið í ljós með því að fá upplýsingar frá fólki sem býr á þessum slóður, svo sem aðsetur víkinga á Nýfundnalandi. Við ætlum gera Fara Heim vefsíðuna (http:www.faraheim.com) tengilið upplýsinga um víkingaferðir til Norður Ameríku,” sagði David Collette.

Siglt veður á seglbátnum “Glory of the Sea” sem víða hefur farið og er alúminíum seglbátur, sérhannaður til heimskautaferða. “Glory” hefur siglt til beggja heimskauta, farið tvær hringferðir um heiminn og sigldi Norðvesturleiðina (Northwest Passage) árið 2011. “Tilvalið er að virða fyrir sér norðurslóðir, eins og fyrstu norrænu landkönnuðir litu það, af dekki lítils seglskips. Siglt verður á “Glory” um svæði sem eru ekki fjölfarin,” sagði Jóhann Sigurðsson.

Á meðal þeirra sem standa að Fara Heim leiðangrinum eru: Skipstjóri Norm Baker, sem var stýrimaður og siglingafræðingur á nokkrum leiðöngrum Thor Heyerdahls og núverandi stjórnandi Explorer´s Club (http://www.explorers.org), Guy Maddin, kvikmyndagerðarmaður og stjórnandi (http://facebook.com/guy.maddin), Charles Hedrich, landkönnuður og stofnandi “Respectons La Terre” sem er (www.respectonslaterre.org), Evrópskt fyrirtæki, með sérhæfingu í umhveriskönnunum. Sérfræðingar á sviði fornleifafræði og sögu munu vinna með stjórnendum til þess að leiðbeina og setja reglur um gagnasöfnun, aðstoða við sögulega rannsókn og ganga úr skugga um að öll svæði verði óskert til frekari rannsókna í framtíðinni.

Leiðangursmenn og báturinn munu verða á Winnipegvatni sumarið 2012 við þjálfun áhafnar og undirbúnings bátsins. Lagt verður af stað frá Churchill í maí, 2013. Fjáröflun meðal fyrirtækja er í gangi til stuðnings Fara Heim leiðangursins, sem er ekki rekinn í hagnaðarskyni. Einstaklingum gefst tækifæri til þess að taka þátt í ferðinni “Travel with a purpose” (ferðir til fróðleiks) bæði árið 2012 og 2013.

Takið þátt í ævintýrinu, heimsækið: https://www.faraheim.com
“Like us” Facebook http://www.facebook/faraheim